Tengibygging á Hvolsvelli

Tengibygging á Hvolsvelli

Nú í sumar lauk Vörðufell tengibyggingu við Vallarbraut 16 á Hvolsvelli. Þessi bygging tengir saman sundlaug, eldri búningsklefa og íþróttasal. Byggingin sem er tæplega 400 m2 samanstendur af nýjum búningsklefum, tengigangi, stiga, lyftu, tæknirými og líkamsræktarsal á efstu hæð. Byggingin sem er hönnuð af Gylfa Guðjónssyni og félögum er í alla staði hin glæsilegasta og óskar Vörðufell Rangárþingi Eystra til hamingju með
mannvirkið.

11. september, 2013