Vörðufell er alhliða byggingafyrirtæki sem annast alla byggingarvinnu.
Vörðufell var stofnað árið 2005 af þeim Unnari Steini Guðmundssyni og Valdimar Bjarnasyni. Félagið hefur byggst upp jafnt og þétt og er í dag orðið eitt af stærstu verktakafyrirtækjum Suðurlands. Alla jafna vinna að um 25 manns hjá fyrirtækinu auk þess að búa yfir góðri samvinnu við aðra verktaka á hinum ýmsu sviðum.
Unnar Steinn og Valdimar hafa fjölda ára reynslu sem húsasmíðameistarar, auk þess sem Unnar er byggingafræðingur og Valdimar viðskiptafræðingur. Vörðufell er aðili að Meistarafélagi Suðurlands og hefur Valdimar Bjarnason verið kjörinn formaður félagsins síðastliðin ár.
Vörðufell hefur aðalbækistöðvar sínar að Gagnheiði 47 á Selfossi, og skrifstofu í Kópavogi að Auðbrekku 1.

Stjórnendur
















