Vörðufell hóf í byrjun Oktober 2014 byggingu ofan á grasþaki bráðamóttöku LSH við Hringbraut í Reykjavík. Lyftuhúsið er ofan á þaki lágbyggingar austan við aðalbyggingu spítalans. Verkið felst í því að byggja tveggja hæða lyftuhús utan um steypt lyftuskaft ásamt tengibrú yfir á skurðstofugang gamla spítala. Lyftan mun þjóna öllum bráðaflutningi á skurð- og gjörgæsludeildir við Hringbraut. Tengibyggingin er byggð úr stáli og timbri og klætt að utan með áli.