Pósthús á Selfossi

Í byrjun desember 2018 afhenti Vörðufell Íslandspósti glænýtt Pósthús að Larssenstræti 1, Selfossi.

Um er að ræða 660 m² húsnæði á einni hæð sem þjónustar alla póstafsgreiðslu í Árnessýslu.

Þann 6 desember sl. var pósthúsið svo formlega vígt með athöfn þar sem viðstaddir voru m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.

Vörðufell óskar Íslandspósti til hamingju með nýja pósthúsið.