Vatnstankar í Vörðufelli
Í Janúar 2010 lauk Vörðufell við að klæða vatnstanka sem staðsettir eru í Vörðufelli. Þetta eru safntankar fyrir flest alla bæi í Skeiðahreppi en þeir voru farnir að láta á sjá vegna veðurs. Þeir voru einangraðir með harðpressaðri steinull og klæddir með áli. Þetta verk var ákveðið ævintýri þar sem ekki var hlaupið að því að komast að verkstaðnum upp í fjallinu. Þurfti Vörðufell m.a. að festa kaup á sérstökum jeppa til að komast greiðlega að verkstað.
Error
22. febrúar, 2010