Þann 10. október 2012 var undirritaður verksamningur við Vörðufell á byggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn, tæplega 500 m2 viðbygging. Viðbyggingin hýsir tvær deildir, eldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk auk annarra fylgirýma.
Tilboð Vörðufells er 119.250.000 kr.- og eiga þeir að skila byggingunni 15. september 2013.
Á myndinni til vinstri situr annar eigandi Vörðufells, Valdimar Bjarnason.