Vörðufell er alhliða byggingafyrirtæki
sem annast alla byggingarvinnu.
Fyrirtækið var stofnað árið 2005 af þeim Unnari Steini Guðmundssyni og Valdimar Bjarnasyni.
Að jafnaði vinna um 15-20 manns hjá fyrirtækinu.
Verkstæði Vörðufells er að Gagnheiði 47 á Selfossi.
Vörðufell er aðili að Meistarafélagi Suðurlands og er Valdimar formaður þess.

Vörðufell hefur verið á útboðsmarkaði frá stofnun þess 2005 og unnið fyrir fjölda aðila svo sem : Selfossveitur, Sveitafélagið Árborg, Rangárþing-Eystra, Sveitafélagið Ölfus, Litla-Hraun, Þingvallanefnd, Nýi Landspítali Háskólasjúkrahús, Hveragerðisbæ, Orkuveitu Reykjavíkur, Ríkiseignir, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Umhverfisstofnun ofl, ofl.
Vörðufell er búið að byggja nokkrar íbúðir á Selfossi. Íbúðirnar hafa verið seldar á mismunandi stigum og kaupendur hafa fengið að koma að innra skipulagi íbúðar. Íbúðirnar eru sérstaklega vandaðar, ýmist uppsteyptar eða byggðar úr timbri og hitageisli er í gólfum.
Vörðufell annast uppsetningu á iðnaðarhúsum hvort sem það er límtré eða stálgrind. Allt frá sökklum að lokafrágangi að innan. Vörðufell hefur byggt fjós, fjárhús og iðnaðarhús úr samlokueiningum svo nokkuð sé nefnt.
Vörðufell leggur parket og setur upp innihurðir og annast alla þá innréttingarvinnu sem krafist er.








