Lyftuhús við Landspítala Hringbraut

Vörðufell hóf í byrjun Oktober 2014 byggingu ofan á grasþaki bráðamóttöku LSH við Hringbraut í Reykjavík. Lyftuhúsið er ofan á þaki lágbyggingar austan við aðalbyggingu spítalans. Verkið felst í því að byggja tveggja hæða lyftuhús utan um steypt lyftuskaft ásamt tengibrú yfir á skurðstofugang gamla spítala. Lyftan mun þjóna öllum bráðaflutningi á skurð- og gjörgæsludeildir…

Tengibygging á Hvolsvelli

Nú í sumar lauk Vörðufell tengibyggingu við Vallarbraut 16 á Hvolsvelli. Þessi bygging tengir saman sundlaug, eldri búningsklefa og íþróttasal. Byggingin sem er tæplega 400 m2 samanstendur af nýjum búningsklefum, tengigangi, stiga, lyftu, tæknirými og líkamsræktarsal á efstu hæð. Byggingin sem er hönnuð af Gylfa Guðjónssyni og félögum er í alla staði hin glæsilegasta og…

Leikskóli í Þorlákshöfn

Fyrir áramótin var lokið við lagna vinnu í grunninum og platan steypt. Kraninn er kominn á staðinn og framundan að steypa upp veggina.

Sumarbústaður fyrir Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Í haust var haldið áfram með sumarbústaðinn á Flúðum. Húsið var klárað að utan. Viðbyggingin var klædd að utan ásamt þeim hluta eldra hússins sem ekki var búið að klæða áður. Þakkantar og rennur eldra hússins voru endurnýjuð eftir þörfum. Viðbyggingin var einangruð og gengið frá rakasperru. Opnað var á milli húsanna. Hluta verksins unnu…

Leikskóli í Þorlákshöfn

Þann 10. október 2012 var undirritaður verksamningur við Vörðufell ehf um viðbyggingu við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn, tæplega 500 m2 viðbygging. Viðbyggingin hýsir tvær deildir, eldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk auk annarra fylgirýma. Tilboð Vörðufells ehf er 119.250.000,- og eiga þeir að skila byggingunni 15. september 2013.

Sumarbústaður fyrir Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Undanfarið hafa starfsmenn Vörðufells verið að byggja við sumarbústað fyrir Verkstjórafélag Vestmannnaeyja sem staðsettur er rétt hjá Flúðum. Í vor var viðbyggingin reist og henni lokað. Í leiðinni var skipt um þakjárn á eldra húsinu. Framkvæmdir munu liggja niðri í sumar meðan húsið er í útleigu.

Stigar

Vörðufell tekur að sér að sérsmíða stiga í hús eftir óskum hvers og eins. Meðfylgjandi eru myndir af snúnum límtrésstiga sem Vörðufell smíðaði í heimahús á dögunum.

Vörðufell gaf endurskinsvesti

Vörðufell gaf öllum fjallmönnum í Austurleit flóa og skeiða endurskinsvesti til að vera í í göngum nú á dögunum, enginn týndist og smalaðist um 4000 fjár.

Boðið í pizzaveislu

Þegar HM í handbolta stóð sem hæst bauð Vörðufell 98 og 99 gaurunum íhandbolta í pizzaveislu á Pizza Islandia á Selfossi, mikið var um gleði og að sjálfsögðu unnum við leikinn.

Timburhús á Lyngheiði

Verið að reisa hús á Lyngheiði á Selfossi. Þetta er annað húsið á Selfossi sem hefur verið byggt nýtt vegna jarðskjálftans sem reið yfir þann 29. maí 2008. Húsið er 190 m2 timburhús á einni hæð.

Heitir pottar

Alltaf gott að liggja og slaka á í heitum potti með kaldan drykk. Vörðufell hefur smíðað utan um allnokkra heita potta um tíðina og var smíðað utan um þennan í sumarblíðunni nú í febrúar.

Girðing á gámasvæði Árborgar

Þá hefur Vörðufell lokið við að girða af nýja gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar að Víkurheiði 4. Eins og sést er girðingin vígaleg og ekkert áhlaupaverk að komast yfir hana.

Rífa hús

Vörðufell tók að sér að rífa niður Lyngheiði 9 á Selfossi, en það hús eyðilagðist í jarðskjálftanum þann 29 maí 2008. Verkið tók tvo daga og allt efni flokkað og keyrt á viðeigandi förgunarstaði. Í kjölfarið mun Vörðufell byggja nýtt hús á lóðinni.

Vatnstankar í Vörðufelli

Í Janúar 2010 lauk Vörðufell við að klæða vatnstanka sem staðsettir eru í Vörðufelli. Þetta eru safntankar fyrir flest alla bæi í Skeiðahreppi en þeir voru farnir að láta á sjá vegna veðurs. Þeir voru einangraðir með harðpressaðri steinull og klæddir með áli.

Útiklefar við Sundhöll Selfoss

Þann 1. des síðastliðinn afhenti Vörðufell útiklefa við Sundhöll Selfoss.Klefarnir eru um 150 m2 að stærð og hvor klefi rúmar um 60-70 gesti. Byggingin tókst mjög vel í alla staði og er hin glæsilegasta.

Reiðhöll Sleipnismanna

Þessa dagana eru Vörðufellsmenn að slá upp sökklum fyrir reiðhöll Sleipnismanna á Selfossi. Höllin er 25 x 50 m límtréshús.

Grænt og grillað

Vorið 2009 smíðaði og innréttaði Vörðufell Grænmetisvagn fyrir Gumma kokk. Vagninn er tveggja öxla úr samlokueiningum á heitgalvaniseraðri burðargrind. Eftir að Gummi opnaði vagninn í júní hefur meðalþyngd Árborgarbúa lækkað umtalsvert.

Leitaðu tilboða hjá okkur

Hafðu samband og við mætum á staðinn, mælum upp og gerum tilboð innan fárra daga, þér að kostnaðarlausu.
Fá tilboð