Í haust var haldið áfram með sumarbústaðinn á Flúðum. Húsið var klárað að utan. Viðbyggingin var klædd að utan ásamt þeim hluta eldra hússins sem ekki var búið að klæða áður. Þakkantar og rennur eldra hússins voru endurnýjuð eftir þörfum. Viðbyggingin var einangruð og gengið frá rakasperru. Opnað var á milli húsanna. Hluta verksins unnu eigendurnir sjálfir í samráði við starfsmenn Vörðufells.